- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding hitti á stjörnuleik í Höllinni

Aftureldingarmenn fagna sigri í Poweradebikarnum í mars. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding leikur til úrslita við Hauka í Poweradebikarnum í handknattleik karla á laugardaginn eftir að hafa hitt á sannkallaðan stjörnuleik í gegn Stjörnunni í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld, 35:26. Staðan í hálfleik var 17:10.


Aftureldingarmenn byrjuðu með miklum látum. Þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin á fjórum og hálfri mínútu. Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörður hitti á óskastund og varði allt hvað af tók. Stemmingin var strax með Aftureldingu. Patrekur Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé. Hans menn voru sem slegnir út af laginu.

Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörður hitti á draumaleik í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson


Stemningin var með Aftureldingarmönnum sem marseruðu áfram. Allt gekk upp hjá þeim, jafnt í vörn sem sókn auk þess sem Brynjar varði allt hvað af tók. Staðan eftir fyrri hálfleik, 17:10.


Fljótlega í síðari hálfleik var ljóst að Aftureldingarmenn ætluðu ekki að gefa eftir. Ekki stóð til að hleypa Stjörnumönnum inn í leikinn. Varnarleikurinn var góður og í sóknarleiknum gekk allt upp. Mestur varð munurinn 11 mörk oftar en einu sinni.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 10 mörk í 12 skotum fyrir Aftureldingarliðið og var óstöðvandi. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson


Eins og áður segir þá gekk allt upp hjá Aftureldingu, jafnt í vörn sem sókn auk þess sem markvarslan var frábær. Brynjar Vignir og Jovan Kukobat vörðu fimm vítaköst í marki Aftureldingar.
Verði sami hamur á leikmönnum Aftureldingar og Hauka á laugardaginn er ljóst að útlit er fyrir hörku úrslitaleik á laugardaginn klukkan 16.


Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 10, Ihor Kopyshynskyi 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Birkir Benediktsson 5, Einar Ingi Hrafnsson 2, Blær Hinriksson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Pétur Júníusson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 15/3, 43,3% – Jovan Kukobat 6/2, 40%.

Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 7/2, Gunnar Steinn Jónsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Þórður Tandri Ágústsson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 4, 23,5% – Adam Thorstensen 3, 18,8%, Arnór Freyr Stefánsson 0.

Handbolti.is var í Laugardalshöll og fylgist með leiknum í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -