- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ögurstund er framundan

Leikmenn Esbjerg fagna eftir langþráðan sigur í Meistaradeild Evrópu um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er komið að ögurstundu í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en 12. umferðin fer fram um helgina. Í A-riðli mætast Metz og FTC í leik sem gæti skorið úr um það hvort liðið hafni í 2. sæti riðilsins. Buducnost mætir Odense í B-riðli en sá leikur hefur verið útnefndur leikur helgarinnar af EHF en auk þess tekur topp lið riðilsins Györ á móti Brest sem situr í 2. sætinu.


Leikir helgarinnar

A-riðill

Metz – FTC | Sunnudagur 24. janúar  kl. 15

  • Franska liðið tapaði gegn FTC síðastliðinn miðvikudag en sá leikur var hluti af 3.umferð
  • Bæði lið hafa 12 stig en Metz hefur þó leikið einum leik fleira.
  • Liðin hafa mæst 15 sinnum áður þar sem ungverska liðið hefur sigrað níu sinnum, Metz sigrað fjórum sinnum og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli.
  • FTC er eina liðið sem hefur tekist að sigra Metz á heimavelli frá janúar 2017.

Esbjerg – Krim | Sunnudagur 24. janúar  kl. 15

  • Esbjerg er í sjötta sæti riðilsins með sex stig eftir tíu leiki en Krim er í sjöunda sæti með fimm stig.
  • Fyrri leik þessara liða sem átti að fara fram í nóvember var frestað og það hefur ekki ennþá verið settur á nýr leiktími.
  • Þessi lið mættust einnig í riðlakeppninni á síðustu leiktíð en þá unnu liðin sitthvorn heimaleikinn.
  • Esbjerg er í öðru sæti í dönsku úrvalsdeildinni en þær töpuðu 32-28 gegn Nyköbing á miðvikudaginn.
  • Krim kynnti nýja leikmenn í vikunni sem koma til liðs við félagið í sumar. Það eru þær Tjasa Stanko og Dragana Cvijic.

B-riðill

Buducnost – Odense | Laugardagur 23. janúar  kl. 17

  • Odense gerði jafntefli gegn Györ um síðustu helgi en það var fyrsta jafntefli danska liðsins á þessari leiktíð en áður höfðu þær unnið sex leiki og tapað fjórum.
  • Danska liðið er í fjórða sæti riðilsins með 13 stig eftir ellefu leiki en Buducnost er í þvi fimmta með 8 stig eftir tíu leiki.
  • Buducnost tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Bojönu Popovic í vikunni þegar að liðið tapaði 25-23 gegn Valcea.
  • Odense vann fyrri leik þessara liða 30-21 á heimavelli sínum.
     

Györ – Brest | Laugardagur 23. janúar  kl. 17

  • Bæði lið vonast til að lenda í öðru af tveimur sætum riðilsins, Györ situr á toppnum með 17 stig eftir tíu leiki en Brest er í öðru sæti með 15 stig eftir ellefu leiki.
  • Györ lentu í vandræðum í síðustu umferð þar sem þær gerðu aðeins jafntefli gegn Odense 32-32 eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk leiksins.
  • 47 leikir án taps hjá Györ frá janúar 2018 innihalda sex jafntefli en þrjú þessara jafntefla hafa komið á þessari leiktíð.
  • Eitt af þessum jafnteflum kom einmitt gegn Brest í september þegar að liðin gerðu jafntefli 25-25.
  • Franska liðið rétt marði einnig jafntefli um síðustu helgi gegn Buducnost 28-28 eftir að hafa verið 18-11 undir í hálfleik.
  • Ana Gros er markahæsti leikmaður Brest á þessari leiktíð en hún hefur skorað 77 mörk til þessa en hjá Györ er Estelle Nze Minko markahæst með 48 mörk.

Dortmund – Podravka |  Sunnudagur 24. janúar  kl. 13

  • Þessi lið sitja á botni B-riðils þar sem bæði lið eru með 2 stig.
  • Dortmund hafa tapað síðustu sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en Podravka hefur ekki tekist að vinna stig úr síðustu sjö leikjum sínum.
  • Eini sigurleikur Dortmund til þessa kom gegn Podravka á útivelli þar sem þær unnu eins marks sigur 26-25.
  • Um síðustu helgi tapaði Dortmund gegn CSKA (38-25) en Podravka tapaði á heimavelli gegn Valcea (27-25).
  • Dejana Miloslavljevic er markahæsti leikmaður Podravka en hún hefur skorað 56 mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Valcea – CSKA | Sunnudagur 24. janúar  kl. 15

  • Þar til um síðustu helgi var rúmenska liðið án stiga en þær hafa nú sigrað tvo leiki í röð.
  • Með þessum sigrum jukust möguleikar Valcea á að komast áfram í úrsláttarkeppnina til mikilla muna þar sem þær hafa nú fjögur stig, tveimur meira en Dortmund og Podravka.
  • CSKA mun spila sinn fyrsta útileik á þessu ári en þær hafa unnið bæði Brest og Dortmund á heimavelli sínum á þessu ári.
  • CSKA er í þriðja sæti riðilsins með 15 stig eftir níu leiki, Brest sem er í öðru sæti er einnig með 15 stig eftir ellefu leiki en franska liðið er með betri markatölu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -