Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar fá leikmenn ÍBV í heimsókn í íþróttahúsið sitt nýja og glæsilega í Skógarseli í Breiðholti. Flautað verður til leiks klukkan 18. Um er að ræða leik sem var frestað í 14. umferð sem að öðru leyti fór fram í byrjun febrúar.
Eftir sigur ÍBV á Herði á fimmtudagskvöldið er liðið komið í þá stöðu að með sigri í kvöld fara Eyjamenn upp að hlið FH í annað til þriðja sæti deildarinnar með 24 stig. Litlu munar eða þremur stigum á liðunum í öðru til sjöunda sæti Olísdeildar eins og sjá má í stöðutöflunni en hlekk á hana má sjá hér fyrir neðan.
Ekki aðeins kemur sigur sér vel fyrir ÍBV í toppbaráttunni heldur mun sigurinn einnig nýtast ÍR-ingum vel, ef hann fellur þeim í skaut. ÍR er í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig, þremur stigum á eftir KA.
Olísdeild karla:
Skógarsel: ÍR – ÍBV, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.
Fimm leikir fara fram í Olísdeild karla á fimmtudag, föstudag og laugardag.