- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Þór fór á kostum í átta marka sigri

Daníel Þór Ingason. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason fór mikinn í kvöld með Balingen-Weilstetten í öruggum sigri liðsins á heimavelli á Empor Rostock, 31:23, í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði sjö mörk í sjö skotum, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Oddur Gretarsson var spakari en stundum áður. Hann skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum fyrir Balingen-liðið.


Sveinn Andri Sveinsson skoraði ekki mark fyrir Empor Rostock sem áfram er í næst neðsta sæti og á fyrir höndum lífróður fyrir áframhaldandi veru í deildinni. Þrjú neðstu liðin í vor sigla niður í 3. deild.

Balingen-Weilstetten hefur fimm stiga forskot í efsta sæti deildarinnar, 44 stig eftir 26 leiki.

TuS N-Lübbecke er er í öðru sæti með 39 stig eftir sigur á Hüttenberg, 33:28. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki mark fyrir TuS N-Lübbecke.


Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum, í fimm marka tapi á heimavelli fyrir Grosswallstadt, 33:28. Coburg situr í 13. sæti með 21 stig eftir 26 leiki en alls verða leiknar 38 umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -