- Auglýsing -
Á morgun, föstudag, verður opin samverustund í Digraneskirkju klukkan 17 vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar handknattleiksþjálfara og kennara sem hefur verið saknað frá 2. mars.
Allir sem vilja koma og sýna samhug er velkomnir á samverustundina sem leidd verður af sr. Alfreð Erni Finnssyni.
Við ætlum að koma saman og senda Arnari hlýja strauma, ljós og birtu, segir í tilkynningu vegna samverustundarinnar.
Hlekk á samverustundina er að finna hér fyrir neðan.