- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristján hverfur frá störfum hjá Guif

Kristján Andrésson er kominn í vinnu hjá Ludvika. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kristján Andrésson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og eitt sinn landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla lætur af starfi íþróttastjóra hjá sænska handknattleiksliðinu Guif í Eskilstuna þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins þarf félagið að draga saman hin fjárhagslegu segl. Starf Kristjáns verður fyrir barðinu á þeirri aðgerð.


Kristján er einn þeirra þjálfara sem nefndur hefur verið í bollaleggingum manna á milli um hver taki við þjálfun íslenska karlalandsliðsins. Hann lýsti áhuga sínum á starfinu í samtali við Vísir fyrr í þessum mánuði.

Kristján þjálfaði sænska landsliðið í fjögur ár, frá september 2016 til og með EM í janúar 2020 á heimavelli er hann lét af störfum. Á sama tíma var hann einnig þjálfari Rhein-Neckar Löwen í Þýskaland. Svíar unnu silfurverðlaun á EM 2018 með Kristján í brúnni.


Kristján þekkir afar vel til hjá Guif í Eskilstuna. Hann lék með liði félagsins frá 1999 til 2005 þegar þrálát meiðsli neyddu hann til þess að hætta. Kristján lék 13 landsleiki fyrir Ísland á fyrstu árum aldarinnar. Hann var m.a. í Ólympíuliðinu 2004 í Aþenu. Eftir að ferlinu lauk var Kristján þjálfari Guif frá 2007 til 2016 og aðstoðarþjálfari 2006 til 2007. Samhliða þjálfun Guif á sínum tíma vann Kristján í banka í Eskilstuna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -