- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kapphlaupið stendur á milli Hauka og Gróttu – KA er úr leik

Ólafur Ægir Ólafsson, Haukum, Akimasa Abe, Gróttu, Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum, og Hannes Grimm, Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eftir að Grótta vann Hauka eftir viðburðaríkar lokasekúndur í viðureign liðanna í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik er hlaupin meiri spenna í kapphlaup liðanna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Þrjár umferðir eru eftir óleiknar. Tveimur stigum munar á liðunum, Haukum í hag. Þeir hafa önglað saman 17 stigum, Grótta 15.

  • Haukar eiga eftir: Val á útivelli, ÍBV á útivelli, Hörð á heimavelli.
  • Grótta á eftir: ÍBV á heimavelli, Hörð á útivelli, KA á heimavelli.
  • Ef Haukar og Grótta verða jöfn að stigum þá stendur Grótta betur að vígi í innbyrðisleikjum eftir að hafa unnið Hauka tvisvar sinnum.


KA er úr leik í keppninni um áttunda sæti eftir tap fyrir Aftureldingu í gær.

Staðan í Olísdeild karla.

Þrjú lið með 17 stig?

Sú staða getur komið upp að Haukar, Grótta og KA endi með 17 stig hvert, þ.e. ef Haukar tapa þremur síðustu leikjum sínum, Grótta vinnur einn af þremur og KA þrjá síðustu.

Þá ráða innbyrðisúrslit í leikjum liðanna þriggja. KA stendur verst að vígi með eitt stig og getur mest náð þremur stigum með sigri á Gróttu í lokaumferðinni. Haukar hafa þegar fjögur stig eftir tvo sigra á KA. Grótta hefur fimm stig eftir að hafa lagt Hauka tvisvar og gert jafntefli við KA í KA-heimilinu í 11. umferð.


Slagurinn um áttunda og síðasta sæti úrslitakeppni Olísdeildar karla stendur þar með á milli Hauka og Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -