Díana Dögg Magnúsdóttir hélt upp á nýjan samning með því að vera markahæst þegar BSV Sachsen Zwickau vann öruggan og dýrmætan sigur á SV Union Halle-Neustadt á heimavelli í kvöld, 27:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hún skoraði átta mörk og gaf sex stoðsendingar og átti jafn mörg sköpuð færi.
Díana Dögg fiskaði einnig eitt vítakast, stal boltanum tvisvar, vann einn ruðning og hirti eitt frákast. Óhætt er að segja að Eyjakonan hafi farið mikinn í leiknum.
Hér fyrir neðan er myndskeið af einu marka Díönu Daggar í leiknum.
BSV Sachsen Zwickau er áfram í 11. sæti deildarinnar eftir sigurinn en hefur heldur fjarlægst liðin þrjú sem eru fyrir neðan. Auk þess á liðið leik inni við Bayern Leverkusen sem fram fer á fimmtudaginn áður en tveggja vikna hlé verður gert vegna landsleikja.
Díana Dögg og samherjar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Forskotið var tvö mörk að loknum fyrri hálfleik, 13:11.
Bietigheim er efst í deildinni með 36 stg eftir 18 leiki. Thüringen er næst á eftir með 33 stig.