- Auglýsing -
Skammt er stórra högga á milli í herbúðum kvennaliðs Vals. Í gær var tilkynnt að markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hafi skrifað undir nýjan samning við félagið og í dag er röðin komin að Elínu Rósu Magnúsdóttur. Hún hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning og mun því áfram stjórna sóknarleik Valsliðsins út tímabilið 2025, hið minnsta.
Elín hefur verið algjör lykilmaður í Valsliðinu undanfarin ár og tekið miklum framförum síðan hún kom til félagsins frá Fylki fyrir fjórum árum. Hún á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands ásamt því að hafa leikið með B-landsliðinu gegn Tékkum síðla árs 2021.
Þess má til gamans geta að Elín Rósa skoraði 1.000 Evrópumark kvennaliðs Vals í vetur.
- Auglýsing -