- Auglýsing -
Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í franska liðinu Nantes féllu í kvöld úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir töpuðu á heimavelli fyrir pólska liðinu Wisla Plock, 30:29. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit. Leikmenn Wisla Plock skoruðu úr fimm vítaköstum en Nantes úr fjórum. Ignacio Garcia, markvörður Wisla Plock, varði vítakast frá Kauldi Odriozola leikmanni Nantes.
Jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, 25:25. Fyrri viðureign liðanna í Póllandi fyrir viku lauk einnig með jafntefli, 32:32.
🔵⚪️ Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty – look at the celebrations! 🥳 pic.twitter.com/PGtnL8BAFN
— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023