„Ég varð næst markahæst í Olísdeildinni í fyrra og setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ná að verða markahæst í Grillinu og það tókst,“ sagði Sylvía Björt Blöndal leikmaður Aftureldingar og markahæsti leikmaður Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Keppni í deildinni lauk á sunnudaginn. Sylvía Björt skoraði 157 mörk, 27 mörkum fleiri en FH-ingurinn Hildur Guðjónsdóttir.
Sylvía Björt skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik í Grill 66-deildinni.
Elti vinkonu sína úr MR
Sylvía Björt kom til liðs við Aftureldingu fyrir tímabilið 2021/2022 frá FH þar sem hún hafði verið frá því í 4. flokki þegar hún flutti heim frá Danmörku.
„Vinkona mín, Katrín Helga Davíðsdóttir, lék og leikur með Aftureldingu. Við vorum saman í MR. Hún sagði mér að það vantaði fleiri leikmenn í Aftureldingarliðið svo ég sló til. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Sylvía Björt þegar handbolti.is tók hana stuttlega tali eftir að Aftureldingarliðið tók við sigurlaunum sínum fyrir sigur í Grill 66-deildinni á heimavelli síðdegis í gær.
„Það er bara geggjað fyrir okkur að vinna deildina og fara strax aftur upp í Olís. Næst á dagskrá hjá okkur verður að halda okkur upp í Olísdeildinni á næsta tímabili. Vonandi náum við því,“ sagði Aftureldingarkonan Sylvía Björt Blöndal, markadrottning Grill 66-deildar kvenna.
Eftirtaldar skoruðu 50 mörk eða fleiri í Grill 66-deild kvenna:
Nafn: | félag: | mörk: |
Sylvía Björt Blöndal | Aftureldingu | 157 |
Hildur Guðjónsdóttir | FH | 130 |
Ída Bjarklind Magnúsdóttir | Víkingi | 106 |
Rakel Dórothea Ágústsdóttir | HK U | 98 |
Guðrún Erla Bjarnadóttir | Fjölni/Fylki | 97 |
Ída Margrét Stefánsdóttir | Gróttu | 94 |
Karen Tinna Demian | ÍR | 93 |
Valgerður Arnalds | Fram U | 91 |
Katrín Anna Ásmundsdóttir | Gróttu | 85 |
Rut Bernódusdóttir | Gróttu | 80 |
Anna Katrín Bjarkadóttir | Aftureldingu | 78 |
Sóldís Rós Ragnarsdóttir | Fram U | 78 |
Guðrún Hekla Traustadóttir | Val U | 75 |
Dagmar Guðrún Pálsdóttir | Fram U | 73 |
Katrín Helga Davíðsdóttir | Aftureldingu | 72 |
Susan Ines Gamboa | Aftureldingu | 66 |
Ragnhildur Edda Þórðardóttir | FH | 65 |
Ásrún Inga Arnarsdóttir | Val U | 62 |
Auður Brynja Sölvadóttir | Víkingi | 58 |
Arna Þyrí Ólafsdóttir | Víkingi | 56 |
Amelía Laufey M. Gunnarsd. | HK U | 56 |
Hafdís Shizuka Iura | Víkingi | 56 |
Sara Björg Davíðsdóttir | Fjölni/Fylki | 53 |
Matthildur Lilja Jónsdóttir | ÍR | 52 |
Íris Anna Gísladóttir | Fram U | 50 |
Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2021/2022.
Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2020/2021.