„Þetta er fyrst og fremst gaman en maður nær ekki svona áfanga nema að vera í góðu liði. Það þarf að leika mann uppi. Samherjarnir eiga sinn þátt í þessu með mér,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir liðsmaður bikar- og deildarmeistara ÍBV sem er markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna á þessu keppnistímabili.
Hanna skoraði 167 mörk, átta fleiri en Katla María Magnúsdóttir leikmaður Selfoss. Þar á eftir er Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, með 136 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir úr Stjörnunni varð í fjórða sæti. Hún skoraði 129 mörk, ekkert þeirra úr vítakasti, ólíkt þremur efstu.
Í fyrsta sinn í sex ár
Þetta er í fjórða sinn sem Hanna verður markadrottning Olísdeildar. Hún varð markahæst þrjú ár í röð, 2015, 2016 og 2017 með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.
Hanna hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið á keppnistímabilinu og hefur hreinlega verið óstöðvandi síðustu vikurnar en meiðsli fyrir tveimur árum settu strik í reikninginn.
Persónulegur sigur
„Ég er að finna mig sjálfa aftur inni á vellinum. Það er virkilega gaman og mikill persónulegur sigur eftir öll mín meiðsli að vera komin á þann stað sem ég á um þessar mundir. Tímabilið hefur verið ótrúlega skemmtilegt tímabil hjá okkur til þessa en sá stóri er eftir. ÍBV-liðið er mjög skemmtilegt lið skipað mjög samhentum leikmönnum. Við höldum hverri annarri á tánum. Það hefur skilað sér inni á vellinum,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þegar handbolti.is hitti hana að máli í dag.
Hér fyrir neðan er listi með þeim sem skoruðu 50 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna á leiktíðinni.
| Nafn | félag | mörk |
| Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir | ÍBV | 167 |
| Katla María Magnúsdóttir | Selfossi | 159 |
| Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 136 |
| Helena Rut Örvarsdóttir | Stjörnunni | 129 |
| Þórey Anna Ásgeirsdóttir | Val | 117 |
| Lena Margrét Valdimarsdóttir | Stjörnunni | 109 |
| Perla Ruth Albertsdóttir | Fram | 104 |
| Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 100 |
| Steinunn Björnsdóttir | Fram | 100 |
| Thea Imani Sturludóttir | Val | 98 |
| Nathalia Sores Baliana | KA/Þór | 95 |
| Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 94 |
| Mariam Eradze | Val | 91 |
| Roberta Stropé | Selfossi | 89 |
| Embla Steindórsdóttir | HK | 88 |
| Birna Berg Haraldsdóttir | ÍBV | 87 |
| Rut Arnfjörð Jónsdóttir | KA/Þór | 81 |
| Þórey Rósa Stefánsdóttir | Fram | 77 |
| Ragnheiður Ragnarsdóttir | Haukum | 72 |
| Lydía Gunnþórsdóttir | KA/Þór | 64 |
| Natasja Hammer | Haukum | 64 |
| Kristrún Steinþórsdóttir | Fram | 62 |
| Lilja Ágústsdóttir | Val | 60 |
| Rakel Guðjónsdóttir | Selfossi | 60 |
| Elísa Elísdóttir | ÍBV | 59 |
| Anna Karen Hansdóttir | Stjörnunni | 58 |
| Elísabet Gunnarsdóttir | Stjörnunni | 58 |
| Elín Rósa Magnúsdóttir | Val | 56 |
| Berglind Benediktsdóttir | Haukum | 53 |
| Hildur Lilja Jónsdóttir | KA/Þór | 51 |
| Inga Dís Jóhannsdóttir | HK | 51 |
Markahæstar í Olísdeild kvenna 2021/2022.
Markahæstar í Olísdeild kvenna 2020/2021.
Lokastaðan í Olsdeild kvenna 2022/2023.



