- Auglýsing -
Ethel Gyða Bjarnasen markvörður U19 ára landsliðs kvenna kveður HK í sumar því hún hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram. Greint var frá því í dag að Ethel Gyða hafi skrifað undir tveggja ára samning við Fram.
Ethel Gyða er á átjánda ári. Hún er ein af efnilegri markvörðum landsins í kvennaflokki. Ethel Gyða var í U18 ára landsliðinu sem hafnaði í áttunda sæti á HM á síðasta sumri. Ethel Gyða verður væntanlega í U19 ára landsliðinu sem tekur þátt í EM í Rúmeníu í júlí.
Í vetur lék hún með meistaraflokki HK og einnig 3. flokki og varð m.a. bikarmeistari með 3. flokki HK í síðasta mánuði.
HK féll úr Olísdeild kvenna á dögunum og leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.
- „Eigum að geta haldið spennustiginu réttu“
- „Erum orðnar mjög spenntar“
- Svartfellingar taka gleði sína á ný – þriðjungi farseðla á EM óráðstafað
- Færeyingar tryggðu sér farseðilinn á EM – verða með á öðru mótinu í röð
- Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan
- Auglýsing -