- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding hrósaði sigri í fyrsta sinn

Hart barist um boltann í leik Aftureldingar og Vals U í Grill 66-deild kvenna að Varmá. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann sinn fyrsta leik í Grill 66-deild kvenna á keppnistímabilinu á heimavelli í gær þegar liðið mætti ungmennaliði Vals. Lokatölur voru 23:18 en Afturelding var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.


Þetta var fysta tap ungmennaliðs Vals í deildinni. Það hafði unnið tvær fyrstu viðureignir sínar. Afturelding hafði á hinn bóginn tapað tveimur fyrstu viðureignum sínum en Mosfellingar tóku sæti í deildinni á nýjan leik í haust eftir að hafa verið í Olísdeildinni á síðasta keppnistímabili.

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar fylgist grannt með leiknum. Mynd/Raggi Óla

Bæði lið leika aftur annað kvöld. Afturelding sækir ÍR heim í Austurberg kl. 20.15 og Valur U fær Fram U í heimsókn í Origohöllina klukkan 21.

Mörk Aftureldingar: Karen Helga Davíðsdóttir 8, Drífa Gaðarsdóttir 5, Anamaria Gugic 4, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Sunsana Ines Gamboa 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Mörk Vals U.: Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 1.

Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður Aftureldingar. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -