Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í dag þegar lið hans GC Amicitia Zürich jafnaði metin í rimmu sinni við BSV Bern í átta liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. GC Amicitia Zürich vann með þriggja marka mun í Bern, 32:29. Heimaliðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.
Þar með hefur hvort lið einn vinning. Næsti leikur verður í Zürich á fimmtudaginn.
Ólafur Andrés skoraði sex mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum og var næst markahæstur liðsmanna GC Amicitia Zürich. Ólafur hefur verið að færast í aukana sem vítaskytta á keppnistímabilinu.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að taka sæti í undanúrslitum.
- Auglýsing -