Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Elverum fóru illa að ráði í sínu í kvöld er þeir töpuðu á heimavelli fyrir Fjellhammer í fyrstu umferð átta liða úrslita norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Fjellhammer vann eftir framlengingu, 37:35, hefur þar með öll tromp á hendi fyrir heimaleik sinn sem fram fer eftir viku.
Elverum var með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:10, og haft talsverða yfirburði. Framan af síðari hálfleik var Elverum með tögl og hagldir. Síðasta stundarfjórðunginn féll liðsmönnum Elverum allur ketill í eld. Fjellhammermenn sættu lagi, og jöfnuðu metin, 27:27, og aftur 29:29 áður en hefðbundinn leiktími var á enda. Í framlengingu hafði Fjellhammer, sem hafnaði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, betur og vann með tveggja marka mun.
Orri Freyr skoraði ekki mark í leiknum.
- Liðin sextán sem komin eru áfram í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna
- Bjarni framlengir dvölina hjá Val til ársins 2029
- Matthildur Lilja bætist við HM-hópinn
- Sara Dögg er langmarkahæst í Olísdeildinni
- Æfingahópur 18 ára landsliðs kvenna sem æfir síðari hluta vikunnar




