- Auglýsing -
Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, gekk til liðs við Stjörnuna frá Haukum undir lok nýliðins árs og mun spila með liðinu út tímabilið í það minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.
Tinna er 27 ára markmaður og hefur mikla reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur spilað yfir 100 leiki í efstu deild í meistaraflokki og unnið marga titla á sínum yngri árum í Haukum. Tinna hefur tekið þátt í tveimur fyrstu leikjum Stjörnunnar eftir að keppni var á ný heimiluð í Olísdeildinni á dögunum.
Til viðbótar hafa fjórir ungir leikmenn skrifað undir samninga eða framlengt samninga sína við Stjörnuna á síðustu vikum:
– Katrín Tinna Jensdóttir, línumaður hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna fram til ársins 2024. Katrín Tinna er 18 gömul og leikur á línunni.
– Sigrún Ása Ásgrímdóttir hefur skrifað undir samning til ársins 2023. Sigrún Ása er einnig línumaður.
– Karen Tinna Demian hefur einnig skrifað undir samning til ársins 2023. Karen Tinna er miðjumaður.
– Sonja Lind Sigsteinsdóttir hefur samið við Stjörnuna. Ekki kemur fram hvað samningur hinnar 16 ára gömlu Sonju Lindar er til langs tíma.
- Auglýsing -