Oddaleikur fer fram í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍR og Grótta mætast í Skógarseli, íþróttahúsi ÍR. Sigurliðið mætir Selfossi í úrslitaeinvígi um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.
ÍR vann stórsigur á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í umspilinu á sunnudaginn, 32:20. Leikurinn fór fram í Skógarseli. Grótta svaraði með því að vinna í Hertzhöll sinni á Seltjarnarnesi á miðvikudagskvöld, 31:28.
Leikið verður til þrautar í Skógarseli í dag, þ.e. ef jafnt verður eftir hefðbundinn leiktíma verður framlengt og takist að knýja fram sigur á annan hvorn veginn í framlengingu kemur til vítakeppni.
Fyrsti úrslitaleikur umspilsins fer fram á miðvikudagskvöld.
Umspil Olísdeildar kvenna, undanúrslit, oddaleikur:
Skógarsel: ÍR – Grótta, kl. 14 (1:1).
2.deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Víkingur U, 16.15.
Staðan í 2.deild karla.