- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafdís er sögð vera á leiðinni í Val

Hafdís Renötudóttir markvörður Vals og landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur ákveðið að kveðja Fram og ganga til liðs við Val í sumar. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Mun þegar liggja fyrir samkomulag á milli Hafdísar og Vals.

Hafdís, sem er 25 ára gömul, hefur um árabil verið ein af allra bestu markvörðum Olísdeildarinnar og átt fast sæti í landsliðinu. Hún hefur verið kjölfesta í Framliðinu síðan hún kom til baka eftir þriggja ára fjarveru 2019. Hafdís lék með SønderjyskE í Danmörku og Sola HK í Noregi frá 2017 til 2019. Einnig var hún með Stjörnunni frá 2016 til 2017.

Miklar breytingar

Með brotthvarfi Hafdísar er enn eitt skarðið höggvið í meistaralið Fram frá vorinu 2022. Fyrir nokkru tilkynntu Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir að þær sneru í sumar aftur til uppeldisfélagsins síns, Selfoss. Auk þess þá hætti Hildur Þorgeirsdóttir fyrir ári og gekk síðar til liðs við FH, Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið frá keppni í meira en ár vegna veikinda. Emma Olsson gekk til liðs við Dortmund, Stella Sigurðardótttir hætti keppni og frænka hennar Karen Knútsdóttir er í fæðingaorlofi.

Ofan á annað þá hættir Stefán Arnarson þjálfun kvennaliðs Fram í vor eftir níu ár. Einar Jónsson tekur við þjálfun liðsins.

Skammt er síðan að Fram tilkynnti um komu unglingalandsliðsmarkvarðarins Ethel Gyðu Bjarnesen til félagsins frá HK. Fyrir eru hjá Fram markverðirnir Ingunn María Brynjarsdóttir, sem einnig leikur með yngri landsliðunum, og Soffía Steingrímsdóttir. Soffía var lánuð til Gróttu í janúar þaðan sem hún kom til Fram á síðasta sumri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -