- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan skellti Val í framlengingu

Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjörnunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hreinar línur þar sem jafntefli eru ekki tekin góð og gild í úrslitakeppninni þetta árið fremur en áður. Stjarnan vann með fjögurra marka mun, 32:28, í 70 mínútna leik.

Næsta viðureign liðanna fer fram í TM-höllinni á verkalýðsdaginn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn gegn ÍBV eða Haukum.

Staðan var jöfn 25:25 eftir hefðbundinn leiktíma. Valur var marki yfir í hálfleik, 14:13. Eins og tölurnar gefa e.t.v. til kynna var viðureignin afar spennandi. Þetta var fyrsti kappleikur Valsliðsins frá 1. apríl.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Mariam Eradze 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 17/1, 35,4%.

Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 8/2, Helena Rut Örvarsdóttir 8, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 5, Anna Karen Hansdóttir 4, Britney Cots 2, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 15/1, 34,9%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -