- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Ráðast úrslitin í undanúrslitum eða kemur til oddaleikja?

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna halda áfram í dag með tveimur leikjum sem fram fara í Hafnarfirði og í Garðabæ. Heimaliðin í leikjunum, Haukar og Stjarnan, þurfa nauðsynlega að vinna leikina til þess að krækja í oddaleiki. Annars eru þau komin í sumarfrí. Bæði eru þau vinningi undir, Haukar gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV og Stjarnan mætir Val.

Allar viðureignir Stjörnunnar og Vals hafa verið jafnar og spennandi. Fyrsti leikurinn var framlengdur og lauk með sigri Stjörnunnar. Valur vann annan og þriðja leikinn með sömu markatölu, 25:24, merkilegt nokk.

ÍBV var talsvert sterkara í síðari hluta fyrsta leiksins og vann örugglega, 29:22. Síðustu leikir voru hnífjafnir og spennandi, a.m.k. þegar á leið. Haukar höfðu betur í annarri umferð 25:24, auðvitað. Í þriðju viðureigninni hafði ÍBV betur, 20:19, með sigurmarki Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttir á elleftu stundu rétt eftir að Marta Wawrzynkowska markvörður hafði varið vítakast Hauka.

Annan leikinn í röð leikur Birna Berg Haraldsdóttir ekki með ÍBV vegna meiðsla.

Undanúrslit Olísdeildar kvenna, 4. umferð:
Ásvellir: Haukar – ÍBV (1:2), kl. 15 – sýndur á Stöð2sport.
TM-höllin: Stjarnan – Valur (1:2), kl. 16.40 – sýndur á Stöð2sport.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -