Danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen er einn allra virkastur af þeim sem tjá sig um handknattleik á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fylgist grannt með handknattleik um alla Evrópu og jafnvel víðar.
Í morgun valdi Boysen sitt Norðurlandaúrval handknattleiksmanna á þessari öld. Þrír Íslendingar eru í liðinu. Þeir eru Guðjón Valur Sigurðssson og Ólafur Stefánsson auk þess sem Boysen velur Guðmund Þórð Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem þjálfara liðsins. Guðmundur hefur alls þjálfað íslenska landsliðið í um áratug það sem af er öldinni og danska landsliðið í hátt í þrjú ár og unnið til verðlauna með landsliðin á tvennum Ólympíuleikum.
Færslu Boysen er hægt að sjá fyrir neðan auglýsinguna og best er að smella á myndina og sjá liðið í heild.
Denmark – Sweden tonight🔥
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 31, 2021
My Nordic national dream team since 2000 (made in March)
Do you agree?
And who from the 🇩🇰 and 🇸🇪 squad may be considered in the future?
*Taken into consideration: Impact, level, years/championships & achievements for the NT.#egypt2021 #handball pic.twitter.com/iZTuSit0FQ