Í dag verður dregið í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla sem fram fer í janúar á næsta ári í Þýskalandi. Athöfnin fer fram á MERKUR Spiel-Arena í Düsseldorf og hefst klukkan 15.45. Eins og kom fram á dögunum verður Ísland í efst styrkleikaflokki þegar dregið verður í sex riðla. Alls verða þátttökulönd í keppninni 24. Mótið stendur yfir frá 10. til 28. janúar.
Ísland verður í B-riðli keppninnar og verður leikið í Ólympíuhöllinni í München.
HSÍ segir frá því að streymt verði frá drættinum á ruv.is.
Styrkleikaflokkar
1: Svíþjóð, Spánn, Danmörk, Frakkland, Noregur, Ísland.
2: Þýskaland, Holland, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal, Austurríki.
3: Króatía, Bosnía Herzegóvína, Pólland, Tékkland, Serbía, Norður Makedónía.
4: Sviss, Rúmenía, Svartfjallaland, Grikkland, Georgía, Færeyjar.
Víst er að íslenska landsliðið getur ekki dregist gegn þýska landsliðinu úr öðru styrkleikaflokki og Króötum úr þriðja styrkleikaflokki.
Raðað hefur verið í riðla áður en dregið verður:
A-riðill | B-riðill | C-riðill |
Düss./Berlin | Mannheim | München |
Ísland | ||
Þýskaland | ||
Króatía |
D-riðill: | E-riðill: | F-riðill: |
Berlin | Mannheim | München |
Noregur | Svíþjóð | Danmörk |
Leikstaðir
Leikstaðir í riðlakeppni: Düsseldorf, Berlin, Mannheim, München.
Leikstaðir í milliriðlum: Köln (Ísland), Hamborg.
Leikið verður til úrslita í Köln.
Leikir íslenska landsliðsins í riðlakeppninni í München verða 12., 14. og 16. janúar.