- Auglýsing -
Harðarmenn á Ísafirði gerðu það gott í dag þegar þeir sóttu tvö stig í heimsókn sinni til ungmennaliðs Selfoss í Hleðsluhöllina. Hörður, sem hafði unnið einn leik en tapað tveimur, þegar liðið kom á Selfoss í dag, fór með bæði stigin í farteskinu vestur. Lokatölur 36:32 í hörkuleik. Hörður var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13.
Hörður er eftir sem áður í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki og er stigi á eftir Selfossi sem hefur lokið sjö leikjum.
Mörk Selfoss U.: Guðjón Baldur Ómarsson 10, Ísak Gústafsson 5, Gunnar Flosi Grétarsso 5, Arnór Logi Hákonarson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Sölvi Svavarsson 2, Arnar Freyr Steinarsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 8, Raivis Gorbunovs 8, Óli Björn Vilhjálmsson 5, Daniel Wale Adeleye 4, Aleksa Stefanovic 3, Þorsteinn Sæmundsson 2, Sudario Eidur Carneiro 2, Jón Ómar Gíslason 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.
- Auglýsing -