Valur er kominn í kjörstöðu með tvo vinninga í einvígi sínu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir annan sigur í Orighohöllinni í kvöld, 25:22. Deildar- og bikarmeistarar ÍBV eru enn án vinnings. Valur getur orðið Íslandsmeistari á laugardaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vestmannaeyjum.
ÍBV var yfir rétt í upphafi, 1:2 og 3:4, áður en Valur sneri taflinu við og breytti stöðunni úr 6:5 í 12:6 á átta mínútna kafla. ÍBV vann forskot Vals niður um eitt mark áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14:9.
Valur hélt góðu forskoti allan síðari hálfleik og fór með öruggan sigur úr þessum býtum.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 9/6, Mariam Eradze 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 16/1, 42,1%.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11/3, Sunna Jónsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13, 34,2%.