Kolstad mætir Elverum í úrslitum úrslitakeppninnar í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Kolstad vann Runar í þriðja sinn í fjórum tilraunum í Runarhallen í Sandefjord í kvöld. 27:23 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Fyrsti úrslitaleikur Kolstad og Elverum verður í Kolstad Arena í Þrándheimi á miðvikudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 16.15.
Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk auk sex stoðsendinga. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm sinnum, þar af tvisvar úr vítaköstum. Sigvaldi Björn náði einnig að gefa tvær stoðsendingar.
Bergerud fór á kostum
Norski landsliðsmarkvörðurinn, Torbjørn Bergerud, var maður leiksins með 43% hlutfallsmarkvörslu.
Elverum vann Nærbø í þremur leikjum og lauk einvíginu á sunnudaginn. Orri Freyr Þorkelsson er leikmaður Elverum.