- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorgeir Bjarki er hættur – nokkrar breytingar hjá Gróttu

Þorgeir Bjarki Davíðsson fagnar í leik með Gróttu í vetur sem leið. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Þorgeir Bjarki Davíðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Frá þessu segir uppeldisfélag hans, Grótta, en Þorgeir Bjarki gekk á ný til liðs við félagið fyrir ári eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með Val 2021 og 2022.

Þorgeir Bjarki er uppalinn í Gróttu en fór árið 2016 yfir í Fram. Frá Fram lá leið Þorgeirs Bjarka yfir í HK og þaðan til Vals. Seinasta sumar skipti Þorgeir síðan aftur í uppeldisfélagið og var með Gróttu í vetur og lék hann jöfnum höndum í hægra horni og í hægri skyttustöðunni. Hann skoraði 51 mark í 22 leikjum Olísdeildar.

Fleiri farnir frá Gróttu

Ákvörðun Þorgeirs Bjarka er enn ein blóðtakan hjá Gróttu á síðustu dögunum. Birgir Steinn Jónsson og Andri Þór Helgason hafa ákveðið að ganga til liðs við Aftureldingu. Akimasa Abe er farinn heim til Japans eftir tveggja ára dvöl. Til viðbótar hefur handbolti.is ekki fregnar hvort Daninn, Theis Koch Søndergård, verði áfram hjá félaginu en hann kom að láni frá Álaborg fyrir ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -