- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst í stuði eftir HM, Svíþjóð og Ljónin, Guðjón Valur fær mann og breytingar hjá Montpellier

Ágúst Eli Björgvinsson, markvörður Kolding og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, fór hamförum í marki danska úrvalsdeildarliðsins Kolding í gærkvöld þegar liðið vann Fredericia, 38:31, í úrvalsdeildinni í handknattliek á útivelli í grannaslag. Ágúst Elí varði alls 22 skot og var með 44,9% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Kolding er komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 19 leiki. Liðið á aðeins þrjá leiki eftir áður en kemur að úrslitakeppninni.
  • Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk í sjö skotum þegar lið hans, Alingsås, vann Helsingborg, 36:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var fyrsti leikur Alingsås af níu í þessum mánuði. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í gær með 29 stig, er fjórum stigum á eftir Malmö og Ystads sem eru efst.
  • Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann Kadetten, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, 34:27, í síðari leik liðanna í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöldi. Þetta var önnur viðureign liðanna á jafnmörgum dögum en um var að ræða leiki sem fresta varð fyrir áramót vegna kórónuveirusmits í herbúðum svissneska liðsins. Rhein-Neckar Löwen er með níu stig eftir fimm leiki í D-riðli Evrópudeildarinnar og trónir á toppnum. Kadetten er í fjórða sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki.
  • Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, er farinn að skipuleggja næsta keppnistímabili. Í gær var tilkynnt að Gummersbach hafi samið við tékkneska línumanninn Stepan Zeman til næstu tveggja ára frá og með næsta keppnistímabili. Zeman leikur með Coburg út þessa leiktíð en Coburg er í 2.deild eins og Gummersbach. 
  • Nokkrar breytingar munu eiga sér stað á leikmannahópi Montpellier á næsta keppnistímabili. Svíinn Karl Wallinius kemur til félagsins auk Bosníumannsins Marko Panic sem á að leysa franska landsliðsmanninn Melvyn Richardson af hólmi sem fer til PSG. Einnig hefur Litháinn Jonas Truchanovicius ákveðið að róa á ný mið í sumar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -