- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór náði stórum áföngum í Mannheim

Arnór Þór Gunnarsson nú þjálfari Bergischer HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Bergischer HC skoraði sitt 1000. mark fyrir liðið í leik í þýsku 1. deildinni í gærkvöld í tíu marka tapi fyrir Rhein-Neckar Löwen, 39:29, í Mannheim. Arnór Þór skoraði fimm mörk í leiknum í sex tilraunum.

Ekki var nóg með að um var að ræða 1000. mark Arnórs Þórs í efstu deild heldur náði hann um leið að rjúfa 1500 marka múrinn fyrir liðið þegar mörkin í efstu deild, 2. deild og bikarkeppninni eru lögð saman.

Arnór Þór hefur haldið einstakri tryggð við Bergischer HC. Hann er ljúka sínu 11. keppnistímabili með liðinu og hyggst ljúka því með því að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun, að sjálfsögðu hjá Bergischer HC.

Alls hefur Arnór Þór þar með leikið í 13 ár í Þýskalandi. Hann var í tvö ár með TV Bittenfeld áður en Bergischer kom til sögunnar. Bergischer varð til 2006 við sameiningu grannliðanna Solingen og Wuppertal.

Arnór Þór lék með Þór Akureyri og Val hér á landi áður en hann flutti til Þýskalands 2010. Frá 2008 til 2021 lék Arnór Þór 120 A-landsleiki, nokkra þeirra sem fyrirliði, m.a. á HM 2021 í Egyptalandi sem var síðasta stórmótið sem hann gaf kost á sér til þess að taka þátt í. Arnór Þór hefur skoraði 341 mark fyrir landsliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -