- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anna Karólína gengur til liðs við Gróttu

Sigurjón Friðbjörn Björnsson og Anna Karólína Ingadóttir markvörður. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Anna Karólína Ingadóttir, markvörður, hefur samið við Gróttu til næstu tveggja ára. Anna Karólína kemur úr Val þar sem hún er uppalin og hefur leikið undanfarin ár. Anna er fædd árið 2004 og hefur undanfarin þrjú ár leikið með ungmennaliði Vals í Grill 66-deildinni.

Í vetur sem leið stóð hún sig afar vel, bæði með ungmennaliðinu og ekki síst 3. flokki þar sem Valur komst alla leið í úrslitaleik Íslandsmótsins en tapaði fyrir Haukum eftir framlengingu. Þar átti Anna Karólína stórleik og var með 20 skot varin eða 41% markvörslu.

„Með komu Önnu Karólínu erum við komin með frábært markvarðateymi hjá Gróttuliðinu. Anna er ungur og bráðefnilegur markvörður sem verður gaman að sjá taka næsta skref í boltanum,“ sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu frá félaginu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -