- Auglýsing -
Bjarki Már Elísson og félagar eru komnir í erfiða stöðu eftir sex marka tap í fyrsta leiknum við Pick Szeged í úrslitum um ungverska meistaratitilinn í handknattleik, 31:25, þegar liðin mættust í Szeged síðdegis í dag. Bjarki Már skoraði þrjú mörk í leiknum.
Næsti leikur liðanna verður í Veszprém á mánudaginn. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki verður ungverskur meistari. Szeged varð meistari á síðasta ári eftir ævintýralegan sigur.
Enginn vafi lék á því hvort liðið væri betra að þessu sinni í uppgjöri tveggja bestu félagsliða í ungverska handknattleiknum. Szeged var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Ungverski landsliðsmarkvörðurinn Roland Mikler reyndist Bjarka Má og samherjum óþægur ljár í þúfu.
- Auglýsing -