- Auglýsing -
Sænsk-norska skyttan Sara Odden hefur framlengt samning sinn við Hauka. Sara kom til liðs við Hauka frá Svíþjóð haustið 2019 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Sara sem er 25 ára hefur látið mikið til sín taka á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins ásamt því að vera sterk í miðju varnarinnar.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Hauka segir að deildin hafi lagt mikla áherslu að halda Söru ásamt öðrum lykilmönnum áfram í félaginu til að styðja við ungar og mjög efnilegar stelpur sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki og eiga eflaust eftir að hjálpa liðinu mikið í framtíðinni.

Odden er markahæsti leikmaður Hauka á leiktíðinni. Hún hefur skorað 38 mörk í sjö leikjum í Olísdeildinni.
- Auglýsing -