- Auglýsing -
- Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum þegar Vive Kielce vann Stal Mielec, 38:28, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sigvaldi skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann þurfti 12 skot til þess að skora mörkin níu. Þetta var 12. sigur Vive Kielce í deildinni á leiktíðinni og hefur liðið yfirburðastöðu í efsta sæti eins og fyrri daginn.
- Aron Rafn Eðvarðsson varði níu skot, þar af tvö vítaköst, þegar lið hans Bietigheim vann Eisenach, 34:29, í þýsku 2. deildinni í gær. Bietigheim heldur áfram að mjaka sér upp stöðutöfluna og er nú komið í 6. sæti með 16 stig eftir 14 leiki og er 12 stigum á eftir HSV Hamburg sem er í efsta sæti.
- Evrópumeistarar THW Kiel hafa samið við þýska línumanninn Hendrik Pekeler til ársins 2025. Pekeler er 29 ára gamall og kom til Kiel fyrir þremur árum frá Rhein-Neckar Löwen.
- Norski landsliðsmarkvörðurinn Rikke Granlund yfirgefur danska mesitaraliðið Team Esbjerg í sumar og gengur til liðs við Chambery Touraine. Granlund er á sínu þriðja keppnistímabili með Esbjerg.
- Silje Waade leikur ekki meira með norska meistaraliðinu Vipers. Hún sleit krossband í viðureign Vipers og Metz í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.
- Auglýsing -