- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerðu alltof mörg einföld mistök

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Mynd/Valur
- Auglýsing -

„Sóknarleikurinn var dapur hjá okkur. Leikmenn gerðu alltof mörg einföld mistök og léku kerfin illa. Það var slæmur taktur í leik liðsins, okkur tókst aldrei að koma honum í lagi,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í gærkvöld, eftir jafntefli Hauka og Vals, 19:19, í Olísdeild kvenna í handknattleik.


„Alltof margir leikmenn náðu sér ekki á strik í sókninni. Þegar upp er staðið vorum við kannski heppin að fá annað stigið,“ sagði Ágúst Þór og var þungur á brún.


Fyrir viku skoraði Valur 32 mörk gegn HK og slapp fyrir horn með jafntefli. Gegn Haukum í gær gekk varnarleikurinn betur en þá datt botninn úr sóknarleiknum. „Við lögðum áherslu á varnarleikinn á æfingum í vikunni en því miður þá töpuðum við þræðinum í sóknarleiknum. Þessi tvö atriði verða að falla betur saman. Vörnin var fín í dag og eins markvarslan. Við eigum hinsvegar mjög mikið inn í uppstilltum sóknarleik, eins í hraðaupphlaupum og í seinni bylgjunni.


Það hefur verið ströggl á okkur í síðustu leikjum. Ef það er einhver tími til þess að vera í basli þá er það ef til vill um þessar mundir. En við verðum að snúa af þessari braut sem fyrst og komast inn á sporið á nýjan leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -