- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stiven Tobar fyrsti Íslendingurinn í Portúgal

Stiven Tobar Valenica leikmaður Benfica. Mynd/Benfica
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Stiven Tobar Valencia, hefur gengið til liðs við portúgalska handknattleiksliðið Benfica í Lissabon. Benfica tilkynnti þetta í morgun en nokkrar vikur eru liðnar síðan Stiven fór til Lissabon og skrifaði undir samninginn sem er til eins árs.

Stiven er fyrsti íslenska handknattleiksmaðurinn sem semur við félagslið í Portúgal.

Stiven Tobar hefur leikið með Val frá barnsaldri en hann sló hressilega í gegn á síðasta keppnistímabili, ekki síst í leikjum Vals í Evrópudeildinni. Fylgdi hann þar með eftir frábærri frammistöðu sinni í úrslitakeppninni vorið 2022 en Stiven var þá valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildarinnar.

Hann var valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn í mars og tók þá þátt í leikjum við Tékka í undankeppni EM. Tveir landsleikir við Ísraelsmenn og Eistlendinga fylgdu í kjölfarið í lok apríl.
Stiven er 22 ára gamall og útskrifaðist í gær úr námi í lífeindafræði frá HÍ.

Eitt af stóru liðunum

Benfica er eitt þriggja stóru liðanna í portúgölskum handknattleik karla um þessar mundir. Hin eru Porto, sem varð meistari í vor, og Sporting, erkifjendur Benfica í Lissabon.

Benfica hafnaði í þriðja sæti portúgölsku deildarinnar í vor og féll úr leik í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Benfica vann Evrópudeildina vorið 2022 eftir maraþon úrslitaleik við þýska liðið SC Magdeburg sem á dögunum vann Meistaradeild Evrópu.

Þjálfaraskipti

Nokkur uppstokkun átti sér stað hjá Benfica eftir að keppnistímabilinu lauk á dögunum. M.a. hætti spænski þjálfarinn Chema Rodriguez eftir þriggja ára starf og við tók annar Spánverji, Jota Gonzalez.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -