- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA var sterkara á endasprettinum

KA hefur óskað eftir að tveimur leikjum liðsins í Olísdeildinni verði frestað. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

KA tryggði sér sæti í kvöld í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla með þriggja marka sigri á erkifjendum sínum í Þór, 26:23, í hörkuleik í íþróttahöllinni á Akureyri. KA var með eins marks forskot þegar tvær mínútur voru eftir, 23:22, og reyndist sterkara á lokasprettinum. Þór var marki yfir í hálfleik, 14:13.


KA komst fljótlega marki yfir í síðari hálfleik. Eftir það náði Þór aldrei nema að jafna metin. KA-menn voru yfirleitt á undan að skora og náðu um skeið þriggja marka forskoti, 21:18, sem leikmönnum Þórs tókst að minnka í eitt, 21:20 og aftur 22:21 og loks 23:22, áður en KA-menn voru beittari á lokamínútunum.

Árni Bragi Eyjólfsson að skora eitt átta marka sinn fyrir KA í kvöld. Arnar Þór Fylkisson, markvörður Þórs, reynir hvað hann getur til að verja. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net


Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 9/4, Karolis Stropus 7, Sigurður Kristófer Skjaldarsson 3, Garðar Már Jónsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 3, 21,4% – Jovan Kukobat 2, 11,8%.

Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 8/1, Áki Egilsnes 6, Ólafur Gústafsson 4, Andri Snær Stefánsson 3, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 5, 20,8% – Svavar Ingi Sigmundsson 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -