- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þeir stjórnuðu hraðanum frá fyrstu mínútu

Guðmundur Bragi Ástþórsson er í fylkingarbrjósti íslensku piltanna þegar þeir mættu til leiks í dag. Mynd/IHF/ Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

„Við höfðum fulla trú á verkefninu áður en leikurinn hófst en því miður þá voru Ungverjarnir ótrúlega góðir í dag. Þeir stjórnuðu hraða leiksins frá upphafi,“ sagði Guðmundur Bragi Ástþórsson einn leikmanna U21 árs landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir sjö marka tap íslensku piltanna fyrir þeim ungversku, 37:30, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Max Schmeling Halle.

„Við náðum ekki nógu mörgum brotum í vörninni og stemningin var aldrei með okkur heldur, eins vantaði hraðaupphlaupin sem koma með góðri vörn. Stemningin var hjá Ungverjum frá upphafi. Þeir stjórnuðu leiknum,“ sagði Guðmundur Bragi.

Hleyptu okkur ekkert áfram

„Við ætluðum okkur að byrja af krafti í síðari hálfleik en það tókst okkur ekki. Munurinn var strax kominn upp í sjö til átta mörk. Gegn svona góðu liði er erfitt að koma til baka úr þeirri stöðu. Við reyndum hvað við gátum en Ungverjar hleyptu okkur ekkert áfram. Þeir höfðu greinilega lært af reynslunni sem þeir fengu á móti Króötum í átta liða úrslitum,“ sagði Guðmundur Bragi.

Sækjum bronsið á morgun

„Nú er ekkert sem heitir. Við verðum að vera fljótir að jafna okkur. Leikurinn á morgun er risastór. Nú er ekki boði að vera með hökuna niður í bringu. Við ætlum að sækja bronsið á morgun,” sagði Guðmundur Bragi Ástþórsson ákveðinn eftir tapið í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -