- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Máni er í úrvalsliði mótsins

Haukamaðurinn Kristófer Máni Jónasson er í úrvalsliði HM U 21 árs. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Hægri hornamaðrinn Kristófer Máni Jónasson var valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem lauk í dag með því m.a. að íslenska landsliðið vann bronsverðlaun eftir að hafa unnið Serba í úrslitaleik 27:23.

Máni lék afar vel á mótinu og er vel að þessu kominn. Hann er heldur ekki í amalegum félagsskap í úrvalsliðinu sem skipað er eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: David Späth, Þýskalandi.
Vinstra horn: Pedro Oliveir, Portúgal.
Vinstri skytta: Milos Kos, Serbíu.
Miðjumaður: Elías Ellefsen á Skipagötu, Færeyjum.
Hægri skytta: Zoran Ilic, Ungverjalandi.
Hægra horn: Kristófer Máni Jónasson, Íslandi.
Línumaður: Justus Fischer, Þýskalandi.

Mikilvægasti leikmaður mótsins: Nils Lichtlein, Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -