- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur tapaði Stuttgart fyrir einu af botnliðunum

Viggó Kristjánsson í leik með Stuttgart á síðasta tímabili. Mynd/TVB Stuttgart
- Auglýsing -

Íslendingar fögnuðu sigri í þremur af fjórum viðureignum kvöldsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í fjórða leiknum tapaði Stuttgart, með þá Viggó Kristjánsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs öðrum leik sínum í röð og aftur fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar.


Að þessu sinni var það lið Ludwigsburg sem skellti Stuttgart en á síðasta laugardag tapað Stuttgart fyrir botnliði Coburg. Viggó skoraði þrjú mörk fyrir Stuttgart í kvöld á heimavelli í þriggja marka tapi, 29:26, á móti Ludwigsburg. Elvar var einnig í leikmannahópi Stuttgart en hafði sig lítt í frammi.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer HC í sigurleik á GWD Minden í Minden, 36:29.


Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gat verið sáttur við sigurinn og tvö stig eftir leik við Essen, 35:28, eftir jafna stöðu í hálfleik, 16:16. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark út einni tilraun fyrir Melsungen.


Oddur Grétarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen-Weilstetten sem vann Coburg, 34:26, á heimavelli.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 25(14), F. Berlin 23(14), R-N Löwen 23815), Kiel 22(12), Magdeburg 19(14), Bergischer 18(16), Leipzig 17(15), Göppingen 17(15), Wetzlar 17(16), Melsungen 15(11), Lemgo 15(16), Stuttgart 15(17), Hannover-Burgdorf 14(15), Erlangen 13(15), Balingen 11(17), Minden 10(14), Nordhorn 8(15), Ludwigsburg 8(17), Essen 5(15), Coburg 5(17).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -