Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna leikur í Stavangri gegn Ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla á heimsmeistaramótinu sem hefst 30. nóvember. Þetta er niðurstaðan eftir að dregið var í riðla í Gautaborg eftir hádegið í dag.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Slóveníu, 30. nóvember. Tveimur dögum síðar, 2. desember, mætir liðið því franska og loks landsliði Angóla mánudaginn 4. desember. Leiktímar hafa ekki verið staðfestir ennþá.
Leikið verður í Stavanger Idrettshall sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
Þrjú lið áfram
Þrjú lið komast áfram í milliriðil sem fram fer í Þrándheimi. Komist íslenska landsliðið áfram leikur það gegn heimsmeisturum Noregs, Suður Kóreu, Grænland eða Austurríki, 6., 8. og 10. desember.
Ef íslenska liði rekur lestina í riðlinum tekur það þátt í forsetabikarnum, sæti 25 – 32, sem leikinn verður í Frederikshavn á norður hluta Jótlands, 7., 9. og 11. desember.
Riðlaskiptingin:
A-riðill – Gautaborg | E-riðill – Herning |
Svíþjóð | Danmörk |
Króatía | Rúmenía |
Kína | Serbía |
Senegal | Chile |
B-riðill – Helsingborg | F-riðill – Herning |
Svartfjallaland | Þýskaland |
Ungverjaland | Pólland |
Kamerún | Japan |
Paragvæ | Íran |
C-riðill – Stavangur | G-riðill – Frederikshavn |
Noregur | Brasilía |
Suður Kórea | Spánn |
Grænland | Úkraína |
Austurríki | Kasakstan |
D-riðill – Stavangur | H-riðill – Frederikshavn |
Frakkland | Holland |
Slóvenía | Tékkland |
Angóla | Argentína |
Ísland | Kongó |
Handbolti.is fylgdist með drættinum í textalýsingu hér fyrir neðan.