- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stigunum bróðurlega skipt

Einar Rafn Eiðsson skorar eitt af fjórum mörkum sínum á ótrúlegan hátt eins og hann væri að keilu. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar skildu jöfn, 29:29, í hröðum og miklum baráttuleik í Olísdeild karla í Kaplakrika í kvöld. Haukar eru þar með komnir upp að hlið Aftureldingar með 13 stig eftir átta leiki en Afturelding á níu leiki að baki. FH er stigi á eftir en liðið var sekúndu eða tveimur frá sigrinum í kvöld.

Þetta var fjórða jafntefli grannliðanna í síðustu fimm leikjum. Þess utan er staðreyndin sú að Haukar hafa ekki unnið FH-inga í deildinni í fimm ár.


Haukar byrjuðu leikinn betur og náðu um stutta stund þriggja marka forskoti áður en FH-inga svöruðu fyrir sig. Fyrri hálfleikur var lengst af jafn með mikilli baráttu og hraða þar sem ekkert var slegið af. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum 15:15.

Einar Rafn Eiðsson, FH, í “keiluskoti” sínu og boltinn söng í markneti Hauka skömmu síðar. Mynd/ J.L.Long


FH-liðið hóf síðari hálfleik betur og náði í fyrsta sinn þriggja marka forskoti 20:17 og síðar 21:18. Egill Magnússon fór mikinn í sóknarleik FH-inga. Bæði lið voru skörp við hraðaupphlaupin. Markvörslu var hinsvegar ábótavant hjá þeim báðum og er þá sennilega síst of djúpt í árinni tekið.
Eins og leikurinn var nú að mörgu leyti skemmtilegur þá gerðu leikmenn sig seka um mörg einföld mistök.


Orri Freyr Þorkelsson jafnaði, 23:23, eftir hraðaupphlaup þegar um 12 mínútur voru til leiksloka. Eftir það var jafnt á öllum tölum til leiksloka. Orra Frey var vísað af leikvelli þegar nærri tvær mínútur voru eftir af leiknum og Haukar léku manni færri til enda.


Ólafur Ægir Ólafsson jafnaði metin út vítakasti fyrir Hauka tíu sekúndum fyrir leikslok. FH-ingar tóku leikhlé og lögðu á ráðin. Þá skorti hinsvegar eina til tvær sekúndur til að ljúka við leikkerfið sem var tekið og gaf opnun fyrir Birgi Má Birgisson hornamann FH. Niðurstaðan var þar með jafntefli sem báðir þjálfarar voru vonsviknir með en var e.t.v. sanngjarnasta niðurstaðan.

Egill Magnússon lék afar vel fyrir FH-liðið í kvöld og var varnarmönnum Hauka stöðug ógn. Mynd/ J.L.Long


Mörk FH: Egill Magnússon 7, Ásbjörn Friðriksson 6, Ágúst Birgisson 4, Einar Rafn Eiðsson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Birgir Már Birgisson 3.
Varin skot: Phil Döhler 7, 22,6% – Birkir Fannar Bragason 0.


Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 8/4, Geir Guðmundsson 7, Adam Haukur Baumruk 3, Heimir Óli Heimisson 3, Atli Már Báruson 2, Darri Aronsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 4, 20%, Andri Sigmarsson Scheving 3, 25%.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -