Í fyrramálið verður dregið í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg. Íslandsmeistarar Vals eru eitt tólf liða sem tekur þátt í fyrstu umferð keppninnar. Valur verður í efri styrkleikaflokki, eitt sex liða. Valur mun dragast á móti einhverju þessara liða:
- VfL Oldenburg, Þýskalandi.
- JDA Bourgogne Dijon HB, Frakklandi.
- HC Dunarea Braila, Rúmeníu.
- Larvik HK, Noregi.
- Önnereds HK, Svíþjóð.
- Spono Eagles, Sviss.
Fyrri umferð undankeppninnar verður leikin helgarnar 23./24. september og 30. september /1. okótóber.
Línur skýrast í annarri umferð
Einnig verður dregið í síðari umferð undankeppninnar eftir að lokið hefur verið við að draga til fyrstu umferðar. Sigurliðin úr fyrstu umferð verða öll í neðri styrkleikaflokki í drættinum til annarrar umferðar. Átján lið mæta til leiks í aðra umferð auk liðanna sex sem verða hlutskörpust í fyrstu umferð.
Tólf lið komast áfram úr annarri umferð og taka sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem verður skipuð 16 liðum. Fjögur lið komast hjá þátttöku í báðum umferðum undankeppninnar.
ÍBV verður einnig í pottunum
Einnig verður dregið í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í fyrramálið. Alls eru 64 lið skrá til leiks og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, 32 í hvorum. Deildar- og bikarmeistarar verða í hópi 32 liða í efri styrkleikaflokki.
ÍBV getur dregist gegn liðum allt frá Færeyjum til Aserbaísjan, eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.
Fyrri umferð Evrópubikarkeppninnar verður leikin helgarnar 23./24. september og 30. september /1. okótóber.
Evrópubikarkeppni kvenna:
Undankeppni Evrópudeildar kvenna: