Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona í kvöld þegar liðið slapp fyrir horn í kvöld með stigin tvö í viðureign við franska liðið Nantes á heimavelli. Frakkarnir veittu harða mótspyrnu og það var ekki fyrr en að leiktíminn var úti sem leikmenn Barcelona gátu varpað öndinni léttar og fagnað eins marks sigri, 30:29.
Tilkynnt var í gærmorgun að Aron tæki ekki þátt í leiknum. Ástæðan var ekki gefin upp en sennilegt er að hún tekist meiðslum sem hafa hrjáð hann síðan í desember.
Nantes-liðið var lengi vel sterkara liðið í leiknum og hafði m.a. þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:14. Síðast var Barcelona undir í hálfleik á heimavelli fyrir þremur árum í leik við Wisla Plock frá Póllandi, 15:14. Í síðari hálfleik mátti vart á milli greina hvort liðið væri sterkara.
Barcelona er þar með enn taplaust í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir 12 leiki og hefur yfirburðastöðu í B-riðli.
Dönsku landsliðsmarkverðirnir, Kevin Møller hjá Barcelona, og Emil Nielsen hjá Nantes, stóðu sig afar vel.
Úkraínska liðið Motor Zaporozhye, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, veitti ungverska meistaraliðinu Veszprém verðuga keppni í heimsókn sinni til Ungverjalands. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem leiðir liðanna skildu og Veszprém sigldi framúr og vann með fjögurra marka mun. Motor Zaporozhye hefur leikið vel í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu og situr í þriðja sæti B-riðils.
A-riðill:
PSG – Meshkov Brest 33:26 (15:12)
Mörk PSG: Benoit Kounkoud 8, Kamil Syprzak 7, Nedim Remili 4, Luc Steins 3, Mikkel Hansen 3, Viran Morros 2, Dainis Kristopans 2, Dylan Nahi 2, Mathieu Grebille 1, Elohim Prandi 1.
Mörk Meshkov Brest: Mikita Vailupau 8, Vladimir Vranjes 6, Stas Skube 4, Marko Panic 2, Sandro Obranovic 2, Jaka Malus 2, Andrei Yurinok 1, Maksim Baranau 1.
Staðan:
Vive Kielce 15(10), Flensburg 15(9), Meshkov Brest 11(12), PSG 10(8), Szeged 8(9), Porto 8(11), Elverum 4(8), Vardar 3(7).
B-riðill:
Veszprém – Motor Zaporozhye 34:30 (17:17)
Barcelona – Nantes 30:29 (14:17)
Mörk Barcelona: Dika Mem 5, Aitor Arino 5, Aleix Gomez 5, Haniel Langaro 4, Ludovic Fabregas 3, Luka Cindric 3, Jure Dolenec 2, Blaz Janc 2, Raul Entrerrios 1.
Mörk Nantes: Valero Rivera 9, Alexandre Cavalcanti 4, Kiril Lazarov 3, Theo Monar 3, Aymeric Minne 2, Adrian Figueras 2, Dragan Pechmalbec 2, Thibaud Briet 1, Oliver Nyokas 1, Eduardo Gurbindo 1, Baptiste Damatrin 1.
Staðan:
Barcelona 24(12), Veszprém 17(12), Motor Zaporozhye 12(11), Aalborg 10(10), Kiel 9(9), Nantes 8(11), Celje 6(11), Zagreb 0(10).