- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17EM: Ísland verður á meðal 16 liða í Podgorica

Mynd frá æfingu U17 ára landsliðsins í vikunni. Efri röð f.v.: Eva Gísladóttir, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Ágústa Rún Jónasdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir, Emilía Aðalsteinsdóttir. Neðri röð f.v.: Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Sif Hallgrímsdóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Ester Amíra Ægisdóttir, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, fer fram í Podgorica í Svartfjallalandi. Ísland á eitt sextán liða sem tekur þátt í mótinu sem hefst á fimmtudaginn eftir tæpa viku. Farið verður frá Íslandi á mánudagskvöld.

Íslenska liðið á sæti í A-riðli ásamt liðum Þýskalands, Tékklands og Svartfellinga. Fyrsta viðureign Íslands á mótinu verður við gestgjafana fimmtudaginn 3. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16, að íslenskum tíma.

EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni

Daginn eftir, 4. ágúst mæta íslensku stúlkurnar þeim þýsku og loks þeim tékknesku sunnudaginn 6. ágúst.

Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum mótsins í endurgjaldslausu steymi hjá ehftv.com.


Liðin 16 sem taka þátt í mótinu verða í fjórum fjögurra liða riðlum. Að lokinni riðlakeppninni að kvöldi 6. ágúst færast tvö efstu lið hvers riðils yfir í keppni um sæti eitt til átta. Tvö neðstu lið hvers riðils kljást um sæti níu til sextán. Mótinu lýkur 13. ágúst.

Þjálfarar íslenska liðsins eru Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. Æft var snemma í júní og farið í framhaldinu til Færeyja til tveggja vináttuleikja við færeyska landsliðið í þessum aldursflokki. Þráðurinn var tekinn upp við æfingar upp úr miðjum júlí og hefur síðan verið æft af miklum dugnaði.

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til þátttöku fyrir Íslands hönd.

Markverðir:
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfossi.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Sif Hallgrímsdóttir, KA/Þór.
Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, HK.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karítas Eiríksdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Ester Amíra Ægisdóttir, Haukum.
Eva Gísladóttir, FH.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, HK.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Rakel Dórothea Ágústsdóttir, Stjörnunni.

Starfsfólk:
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Karen Tinna, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -