- Auglýsing -
- Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með MT Melsungen í æfingaleik við Großwallstadt um helgina vegna lítilsháttar meiðsla. Elvar Örn Jónsson hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem hrjáðu hann undir lok keppnistímabilsins. Elvar Örn lék með Melsungen af fullum krafti í sigurleik, 35:29. Melsungen mætir Gummersbach í æfingaleik á morgun og GWD Minden á laugardaginn. Báðar viðureignir verða fyrir luktum dyrum.
- Þýski handknattleiksmaðurinn Ole Rahmel hefur framlengt samning sinn við Benfica í Lissabon. Rahmel er þar með að hefja sitt fjórða keppnistímabil með félaginu en áður var hann í herbúðum THW Kiel. Rahmel, sem er 33 ára, líkar vel við lífið í portúgölsku höfuðborginni.
- Slóvenski línu- og landsliðsmaðurinn Igor Zabic hefur verið leystur undan samningi hjá svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen. Zabic kom til félagsins fyrir ári frá Limoges í Frakklandi. Ekki hefur verið opinberað hvert hugur Zabic stefnir.
- Auglýsing -