- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi skoraði fimm, öll vötn virðast falla til Álaborgar, sigur hjá Ými Erni og Aðalsteini

Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk í fimm skotum í gærkvöld fyrir Vive Kielce þegar liðið vann fyrra lið hans, Elverum, 39:29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kielce fór í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liðið hefur 17 stig að loknum 11 leikjum. Flensburg er þar næst á eftir með 15 stig en hefur aðeins leikið níu leiki. 
  • Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg og hans menn unnu góðan sigur á RK Zagreb í Meistaradeild Evrópu, í B-riðli, á heimavelli í gærkvöldi, 38:29. Dönsku meistararnir eru í þriðja sæti riðilsins með 12 stig eftir 11 leiki eins og Motor sem er í fjórða sæti. 
  • Meira af liði Aalborg því það var mjög í fréttum í gær. Ekki síst vegna samnings þess við Mikkel Hansen sem handbolti.is sagði frá í gærmorgun. Forráðamenn liðsins  ætla ekki að láta nægja að semja við Hansen. Danska dagblaðið BT greindi frá því í gær að forráðamenn Aalborg Håndbold hafi einnig samið við Mads Mensah um að koma til félagsins sumarið 2022 þegar samningur hans við Flensburg rennur út. 
  • Mensah þekkir vel til í Álaborg. Hann lék með liðinu frá 2012 til 2014 auk þess sem sambýliskona Mensah er frá borginni. Mensah hefur árum saman leikið með danska landsliðinu og varð m.a. Heimsmeistari 2019 og í síðasta mánuði auk þess að vera í gullliði Dana á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 undir stjórn  Guðmundar Þórðar Guðmundssonar
  • Til viðbótar þá gekk sterkur orðrómur um í gærkvöld að Aalborg hafi einnig í hyggju að ná í norska landsliðsmanninn Kristian Bjørnsen og það jafnvel strax í sumar. Bjørnsen  er örvhentur og leikur nú með Wetzlar í Þýskalandi. Fleiri leikmenn eru orðaðir við Álaborgarliðið um þessar mundir s.s. Max Darj og Jesper Nielsen.
  • Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö af mörkum þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen þegar það lagði Trimo Trebnje, 31:28, í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Löwen hefur sterka stöðu í riðlinum, er efst með 15 stig eftir átta leiki.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og hans menn í Kadetten Schaffhausen unnu Tatabanya frá Ungverjalandi, 27:23, einnig í D-riðli Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Kadetten er komið upp í fjórða sæti riðilsins með átta stig eftir sjö leiki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -