Líkt og venjulega verða það 16 lið sem hefja keppni í Meistaradeild kvenna og eitt lið verður krýnt meistarar í lokin. Við fyrstu sýn virðist þetta vera allt saman óbreytt en þegar málin eru skoðuð nánar kemur í ljós að í ár verða töluverðar breytingar á keppnisfyrirkomulaginu í Meistaradeild kvenna. Stærsta breytingin er sú að eftir riðlakeppnina verður ekki farið í milliriðla eins og hefur tíðkast heldur verður farið í úrsláttarkeppni. Tvö efstu liðin eftir riðlakeppnina fara beint í 8-liða úrslit en 4 lið úr hvorum riðli fara í umspil um að komast í 8-liða úrslitin og eftir það tekur við Final4 úrslitahelgin.
Allir leikirnir í Meistaradeild kvenna verða spilaðir á laugardögum og sunnudögum í vetur.
Hér má sjá mynd af fyrirkomulaginu:
Hér má svo lesa hvernig þetta mun ganga fyrir sig skref fyrir skref.
Riðlakeppni (13./14. september 2020 – 13./14. febrúar 2021)
Liðunum var skipt í tvo átta liða riðla þar sem spilað verður tvær umferðir heima og að heima alls fjórtán leikikr. Eftir þessa fjórtán leiki þá munu þau lið sem eru tveimur efstu sætunum í hvorum riðli fyrir sig fara beint í 8-liða úrslit en þau 6 lið sem á eftir koma þurfa að fara í svokallað umspil um að komast í 8-liða úrslit. Tvö neðstu liðin í hvorum riðli falla úr keppni.
Umspil (6./7. mars – 13./14. mars 2021)
Umspilið er spilað þannig að það eru spilaðir tveir leikir, heima og að heiman, þar sem liðin í sætum 3-6 í A-riðli mæta liðunum úr B-riðli. Ekki er dregið um það hvaða lið koma til með að mætast heldur spilar þriðja sætið á móti því sjötta og fjórða sætið á móti fimmta. Sigurvegararnir úr þessum viðureignum fara svo áfram í 8-liða úrslit.
8-liða úrslit (3./4. apríl – 10./11. apríl 2021)
Liðin sem komust beint í 8-liða úrslitin eftir riðlakeppnina mæta þeim fjórum liðum sem komust í gegnum umspilið í tveimur leikjum heima og að heiman. Líkt og undanfarin ár þá fara sigurvegararnir úr þessum viðureignum áfram í Final4 úrslitahelgina í Búdapest.
Final4 úrslitahelgin (29./30. maí 2021)
Það eina sem kemu ekki til með að breytast á komandi leiktíð er Final4 úrslitahelgin þar sem fjögur sterkustu lið tímabilsins koma saman í Papp Laszlo Arena í Búdapest. Undanúrslitin fara fram laugardaginn 29.maí og svo verða Evrópumeistarar krýndir sunnudaginn 30.maí.