- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lagast allt jafnt og þétt

Thea Imani Sturludóttir og leikmenn Vals eru komnir í undanúrslit. Mynd/Valur
- Auglýsing -

„Ég er öll að koma til og er að byggja mig upp en það tekur sinn tíma,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, handknattleikskona hjá Val og landsliðskona þegar handbolti.is hitti hana að máli í gær fyrir æfingu kvennalandsliðsins í Víkinni. Thea flutti heim um áramótin eftir nokkurra ára veru í Danmörku og í Noregi þar sem hún lék handknattleik með þremur félagsliðum.

Meiðsli í öxl og í hnjám hafa plagað Theu um nokkurt skeið og voru þess valdandi m.a að hún náði sér ekki á strik hjá danska liðinu Århus United framan af vetri. „Ég hef ekki þungar áhyggjur af þessu. Maður verður bara að vinna í sínu, þá lagast þetta jafnt og þétt,“ sagði Thea sem gekk til  liðs við Val við heimkomu í upphafi ársins.

„Ég er ánægð með að fá tíma til þess að aðlagast nýju liði á miðju tímabili og verandi heldur ekki í hundrað prósent standi. Það er öðruvísi að koma inn í lið á miðju tímabili en í upphafi keppnistímabils. Maður verður að nýta hverja æfingu og hvern leik til þess að komast inn í leik liðsins. Ég finn það að maður verður öruggari með sig með hverjum deginum sem líður.“

Hlakkar til

Thea segir tilhlökkun hjá landsliðskonum að koma saman til æfinga eftir langt hlé. „Það er gott að koma saman aftur og vinna í því sem við þurfum að leggja áherslu á fyrir komandi verkefni. Ég hlakka til þess að leika landsleik eftir þetta langa hlé,“ sagði Thea Imani Sturludóttir en landsliðið hefur ekki keppt síðan í lok nóvember 2019 af ástæðum sem flestum eru væntanlegar kunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -