- Auglýsing -
Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu í handknattleik nýttu daginn í dag í Podgorica í Svartfjallalandi til þess að æfa vel ásamt þjálfurum sínum, Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjóni Friðbirni Björnssyni. Auk þess var fundað tvisvar og farið yfir andstæðinginn, landslið Portúgal.
Viðureign Íslands og Portúgal hefst klukkan 13.45 á morgun, föstudag. Sigurlið leiksins mætir annað hvort Sviss eða Norður Makedóníu á laugardaginn í keppni um 13. sæti mótsins. Tapliðið leikur um 15. sætið.
Handbolti.is mun hér eftir sem hingaðtil fylgjast með viðureign Íslands og Portúgal á morgun í textalýsingu. Eins verður hægt að horfa á leikinn án endurgjalda á ehftv.com.
- Auglýsing -