- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Saračević er látinn, Aron ekki með, tvö mörk í tapleik

Zlatko Saracevic lést í gær 59 ára að aldri. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Einn þekktasti handknattleiksmaður Króata, Zlatan Saračević lést í gær 59 ára gamall. Hann hafði nýlokið að stýra liði sínu, RK Podravka, í grannaslag við Lokomotiva sem vannst, 32:29, þegar hann hneig niður meðan hann ræddi við fjölmiðlamenn að leik loknum. Saračević  var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn af völdum hjartaáfalls.
  • Saračević lék með landsliði Júgóslava árum saman t.d. á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 en síðar króatíska landsliðinu m.a. þegar það vann til silfurverðlauna á HM 1995 á Íslandi og gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta árið eftir. Saračević lék með nokkrum þekktustu handknattleiksliðum Evrópu. Hann var örvhent skytta og þótt afar snjall. 
  • Eftir að Saračević lagði handboltaskóna á hilluna tók við langur þjálfaraferill. Síðustu þrjú ár var hann þjálfari kvennaliðs RK Podravka sem er ríkjandi meistari í Króatíu og er eitt sextán þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu. 
  • Saračević  var fæddur í Banja Luka í Bosníu 1961. Alls lék hann 220 landsleiki fyrir Júgóslavíu og Króatíu og skorað 445 mörk. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Króatíu 2017 til 2018.
  • Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Barcelona í gær þegar liðið vann La Rioja, 36:27, á heimavelli í spænsku 1.deildinni í handknattleik. Þetta var 20. sigur Barcelona í deildinni en liðið er langsamlega efst eins og áður. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra Kristianstad tapaði fyrir Sävehof, 27:25, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -